Páskaleikar 2018

Íslenskir radíóamatörar ætla að halda tíðnunum sjóðheitum um páskanaGagnvirk leikjasíða páskaleikanna er hér

QSO skráningarblað

Dæmi um Android app til að finna hnit

Úrslit VHF leika 2017


1. TF3ML

699.544 stig

2. TF1JI

281.523 stig

3. TF2MSN

232.698 stig

4. TF1MT

204.040 stig

Fyrirkomulag páskaleika


Tíðnir

80m: 3,637 MHz

6m: 50,200 MHz

4m: 70,200 MHz

2m: 145,500 MHz

og: 145,400 MHz

70cm: 434,500 MHz

23cm: 1294,500 MHz

Tímabil

Leikurinn byrjar kl. 00.00 laugardag 31.mars (föstudagskvöld)

Fjörið stendur kl. 23:59:59 sunnudag 1.apríl (páskadag)

Sambönd geta átt sér stað allan tímann. Stig fást fyrir hvert QSO séu a.m.k. 6 klst. liðnar frá síðasta QSO við sömu stöð á sama bandi.

Allar helstu mótanir leyfilegar (FM, SSB, AM, CW og stafrænar mótanir) en stig fást ekki fyrir aðra mótun nema 6 klst. séu liðnar frá síðasta QSO við sömu stöð.

Þáttakendur eru hvattir til að nota þær mótanir sem skila þeim bestum árangri.

Kalltímar

Til að þétta virknina eru auglýstir kalltímar svona.

Laugardag 00:00 - 02:00

Laugardag 10:00 - 12:00

Laugardag 18:00 - 20:00

Sunnudag 10:00 - 12:00

Sunnudag 18:00 - 20:00

Ætlum samt að hittast á 2klst fyrr á 145.500, 434.500 og endurvörpum til að hita upp og átta okkur á hverjir eru í loftinu. Þá er tækifæri fyrir þáttakendur að fá frekari upplýsingar um hvernig þetta gengur fyrir sig.

Verðlaun

Verðlaun í boði.

1. sæti: Alinco DJ-G7T 3-banda FM handstöð á 2M, 70CM og 23CM

2. sæti: Yaesu FTM-3200DRE/E 65W 2M bílstöð á C4FM og FM.

3. sæti: Páskaegg

ef Óli verður í 1. eða 2. sæti þá fær hann páskaegg og talstöðin fer á næsta sæti á eftir :-)